SEX PISTOLS EXPERIENCE Á BAR 11 Í KVÖLD

0

PISTOLS 2

Það verður allt heldur betur brjálað í kvöld á skemmtistaðnum Bar 11 en þá mun breska cover sveitin Sex Pistols Experience troða upp. Sveitin er talin ein sú besta coversveit heims og því ekkert slor að fá þá til landsins. Einnig munu sveitirnar Kuml og Leiksvið Fáránleikans koma fram en þær hafa verið ansi áberandi að undanförnu. Mikill metnaður er lagt í tónleikana og Sex Pistols Experience taka sína spilamennsku og sviðsframkomu alla leið!

PISTOLS

Ef þig langar að hlusta á lög eins og „God Save The Queen“ og „Anarchy In The U.K.“ farðu þá í leðurbuxurnar og skelltu lás um hálsinn og mættu á Bar 11 í kvöld!

Herlegheitin byrja kl 21:00 og kostar litlar 500 Krónur inn.

Comments are closed.