SEX LISTAMENN OG HLJÓMSVEITIR HLJÓTA Í DAG KRAUMSVERÐLAUN FYRIR PLÖTUR SÍNAR

0

1917929_107780578150_1937941_n

Kraumsverðlaunin, árleg plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs, verða afhent í sjöunda sinn í dag klukkan 17 í húsakynnum Kraums, Vonarstræti 4B. Líkt og undanfarin ár verða sex plötur sem þykja hafa skarað framúr í íslenskri plötuútgáfu á árinu verðlaunaðar.


Kraumsverðlaununum og Kraumslistanum, 20 platna úrvalslista verðlaunanna sem þeim fylgja, er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna með því að verðlauna og vekja sérstaka athygli á því sem er nýtt og spennandi – og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Verðlaunin eru ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina ákveðna verðlaunaplötu heldur að verðlauna þær sex hljómplötur sem hljóta verðlaunin – og jafnframt að beina kastljósinu að Kraumslistanum í heild sinni. Kraumslistinn er 20 platna úrvalslisti verðlaunanna sem birtur er í byrjun desember. Dómnefnd Kraumsverðlaunanna velur síðan og verðlaunar sérstaklega sex hljómplötur af þeim lista er hljóta sjálf Kraumsverðlaunin.

Kraumsverðlaunin koma oft á óvart. Bæði þekktir og óþekktari listamenn á uppleið hafa hlotið verðlaunin fyrir verk sín frá því voru fyrst veitt árið 2008. Alls hafa 31 hljómplata hlotið þessa viðurkenningu. Í mörgum tilvikum hafa þær plötur og listamenn sem hlotið hafa Kraumsverðlaun hlotið aukna athygli í kjölfar þeirra, og látið enn frekar á sér kræla í íslensku og alþjóðlegu tónlistarlífi árin á eftir.

Í ár fá sex hljómplötur Kraumsverðlaun. Óbó, Pink Street Boys og Hekla Magnúsdóttur fyrir frumburði sína, en Hekla gefur sjálf út sex laga stuttskífu sína. Pönk-dauðarokksveitin Börn er verðlaunuð fyrir sína fyrstu breiðskífu, en sveitin hefur áður gefið út smáskífur undir heitinu Norn. Kippi Kanínus hlytur Kraumsverðlaun fyrir sína þriðju breiðskífu, Temperaments, og Anna Þorvaldsdóttir sem á að baki hljómplötur ein síns liðs og í samfloti með öðrum, fyrir Aerial.

 

Kraumsverðlaunin 2014 hljóta (kl 17 í dag):

 • Anna Þorvaldsdóttir – Aerial
 • Börn – Börn
 • Hekla Magnúsdóttir – Hekla
 • Kippi Kanínus – Temperaments
 • Óbó – Innhverfi
 • Pink Street Boys – Trash From The Boys

 

Kraumslistinn 2014, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, sem þegar hefur verið tilkynntur er eftirfarandi:

 

 • AdHd – AdHd 5
 • Anna Þorvaldsdóttir – Aerial
 • Ben Frost – Aurora
 • Börn – Börn
 • Grísalappalísa – Rökrétt framhald
 • Hekla Magnúsdóttir – Hekla
 • Kippi Kaninus – Temperaments
 • Low Roar – O
 • M-Band – Haust
 • Oyama – Coolboy
 • Óbó – Innhverfi
 • Ólöf Arnalds – Palme
 • Pink Street Boys – Trash From the Boys
 • Russian Girls – Old Stories
 • Sindri Eldon – Bitter & Resentful
 • Singapore Sling – The Tower of Foronicity
 • Skakkamanage – Sounds of Merry Making
 • Skúli Sverris, Anthony Burr & Yungchen Lhamo – They Hold it For Certain
 • Úlfur Kolka – Borgaraleg óhlýðni
 • Þórir Georg – Ræfill

 

 

 

Meðal þeirra sem hlotið hafa Kraumsverðlaun fyrir verk sín frá því þau voru fyrst veitt árið 2008 eru; Mammút, Cell 7, Sin Fang, Grísalappalísa, Gunnar Andreas Kristinsson, Just Another Snake Cult, DJ flugvél og geimskip, Ásgeir Trausti, Hjaltalín, Sóley, Moses Hightower, Retro Stefson, Samaris, Lay Low, Daníel Bjarnason, Ólöf Arnalds, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Hildur Guðnadóttir, Agent Fresco, Hugi Guðmundsson, Ísafold kammersveit og FM Belfast. (sjá lista allra Kraumsverðlaunahafa hér að neðan)

 

Kraumslistinn, úrvalslisti Kraumsverðlaunanna, var valin af  tíu manna dómnefnd, svokölluðu öldungaráði verðlaunanna, sem skipað er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að hlusta á, vinna með og fjalla um íslenska tónlist. Ráðið skipa Árni Matthíasson (formaður dómnefndar), Benedikt Reynisson, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Ólafur Halldór Ólafsson, Ragnheiður Eiríksdóttir, Trausti Júlíusson, Valdís Thor og Þórunn Edda Magnúsdóttir. Stærri 20 manna dómnefnd skipað ofangreindum aðilum og fleirum sá síðan um að velja 6 plötur af Kraumslistanum sem hlutu Kraumsverðlaunin.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna hefur hlustað á hátt í annað hundrað hljómplatna við val sitt á Kraumslistanum og Kraumsverðlaununum 2014.

 

 

Kraumslistinn og Kraumsverðlaunin
Það er von aðstandenda Kraumsverðlaunanna að Kraumslistinn og verðlaunin veki athygli á þeirri grósku og fjölbreytni sem einkennir íslenskt tónlistarlíf og plötuútgáfu. Tímasetning tilnefninga og úthlutunar Kraumsverðlaunanna er miðuð við jólagjafaflóðið, þegar tónistarlistamenn reiða sig hvað mest á plötusölu og ætla má að sóknarfæri séu fyrir íslenska tónlist að rata í fleiri jólapakka enda er tónlist góð og sígild jólagjöf.

 

Kraumur mun styðja við verðlaunaplöturnar og reyna auka möguleika listamannanna bakvið þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum af tónlistarfólkinu eða útgefendum þeirra og dreifa þeim til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis (tónlistarhátíðir,útgáfur, umboðsskrifstofur, fjölmiðlar o.s.frv.), m.a. í samstarfi við aðila og tengiliði hérlendis.

 


Kraumur tónlistarsjóður

Aðstandandi Kraumslistans er Kraumur tónlistarsjóður sem er sjálfstætt starfandi sjóður á vegum Auroru velgerðarsjóðs. Kraumur hefur það að meginhlutverki að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn, auðvelda þeim að vinna að listsköpun sinni og koma verkum sínum á framfæri innanlands sem utan.

 

 

 

———————————————————————————————————————-

Verðlaunaplötur 2013

Cell7 – Cellf

Dj. flugvél og geimskip – Glamúr í geimnum

Grísalappalísa – Ali

Gunnar Andreas Kristinsson – Patterns

Just Another Snake Cult – Cupid Makes A Fool of Me

Mammút – Komdu til mín svarta systir

Sin Fang – Flowers

 

Verðlaunaplötur 2012

Ásgeir Trausti – Dýrð í dauðaþögn

Hjaltalín – Enter 4

Moses Hightower – Önnur Mósebók

Ojba Rasta – Ojba Rasta

Pétur Ben – God’s Lonely Man

Retro Stefson – Retro Stefson

 

Verðlaunaplötur 2011

ADHD – ADHD2

Lay Low – Brostinn Strengur

Reykjavík! – Locust Sounds

Samaris – Hljóma Þú (ep)

Sin Fang – Summer Echoes

Sóley – We Sink

 

Verðlaunaplötur 2010

Apparat Organ Quartet – Pólyfónía

Daníel Bjarnason – Processions

Ég – Lúxus upplifun

Jónas Sigurðsson – Allt er eitthvað

Nolo – No-Lo-Fi

Ólöf Arnalds – Innundir skinni

 

Verðlaunaplötur 2009

Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus

Bloodgroup – Dry Land

Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood

Hildur Guðnadóttir – Without Sinking

Hjaltalin – Terminal

Morðingjarnir – Flóttinn mikli

 

Verðlaunaplötur 2008

Agent Fresco – Lightbulb Universe·

FM Belfast – How to Make Friends

Hugi Guðmundsson – Apocrypha

Ísafold – All Sounds to Silence Come

Retro Stefson – Montana

Mammút – Karkari

 

 

 

 

 

Comments are closed.