SEX KONUR STÚTFULLAR AF ESTROGENI STÍGA Á STOKK

0

copy-of-estrogen-tonleikar-3

Sex frábærar og hæfileikaríkar tónlistakonur stútfullar af estrogeni stíga á stokk í kvöld á Gauknum 13. Október. Dömurnar ætla að leggja allt í sölurnar og mælum við eindregið með þessum frábæru tónleikum!

Tinna Gunnlaugsdóttir

Þessi frábæra söngkona er óslípaður demantur sem er í þann mund að brjótast út úr skápnum sem opinber söngkona! Röddin hennar er tælandi, huggandi, seyðandi og einstök. Þið verðið að heyra í þessari fallegu söngkonu sem er fær um að gefa fólki gæsahúð á undarlegustu stöðum líkamanns!

Hér er hljóðdæmi frá Tinnu.

Hanna Einarsdóttir

Þessi gersemi er á langleiðina komin út úr skápnum og upp á yfirborð jarðar sem opinber söngkona. Hún er lagahöfundur með gullbarka og silkimjúka rödd sem getur brætt hörðustu hjörtu!

Hér er eitt gullfallegt lag eftir hana Hönnu sem geislar að fegurð að innan sem utan.

Árný Árnadóttir 

Þessi einstaka söngkona og lagasmiður mun flytja sína frumsömdu tónlist. Ef þið viljið eyrnakonfekt þá fyllir Árný allar kröfur sem konfekt þarf að hafa! Rödd hennar bræðir hjörtu, krafturinn gefur gæsahúð og tilfinningaþrungin flutningur fær harðasta fólk til að bráðna og finna tilfinningar!

Rebekka Sif 

Þessi fallega og kröftuga söngkona og lagahöfundur kemur úr Garðabænum og mun hún flytja sína frumsömdu tónlist stútfulla af estrogeni. Lagið hennar „I Told You“ var fimm vikur á Vinsældarlista Rásar 2 og einnig var hún þáttakand í The Voice Ísland þar sem hún var valin í lið Unnsteins Manuel.

Tónlist Rebekku má lýsa sem indie popp umvafið folk, blús og rokk áhrifum. Þetta flotta eintak af mannveru er með virkilega kröftuga, silkimjúka og ævintýranlega rödd sem getur framkallað tár og gæsahúð!

Bergmál – comedy band 

Það eru tvær dömur sem skipa hljómsveitina Bergmál þær eru Elísa Hildur og Selma. Þetta er eina comedy-bandið á landinu sem flytur comedy tónlist á ensku. En tónlist þeirra er öll frumsamin og taka þær á málefnum sem þeim finnst skipta máli.

Í lögunum fræða þær almenning m.a. um plánetuna Uranus…Uranus is not your anus! Þær vitna í áreiðanlegar heimildir að álfar séu bestu elskendurnir í náttúrunni! Þær fræða konur um hvernig best er að láta ýmsar loftegundir flakka á sem þokkafyllstan hátt. og svo mætti lengi telja…..

Tónleikaröð

kl 20:30 – Tinna Gunnlaugsdóttir
kl 21:00 – Hanna Einarsdóttir
kl 21:30 – Árný Árnadóttir
kl 22:00 – Rebekka Sif
kl 22:30 – Bergmál

Frítt er inn sem gerir þetta kvöld ennþá meira seyðandi, en hægt er að styrkja tónlistarkonurnar með frjálsum framlögum.

Comments are closed.