SEX ÁRA GUTTI MÁLAR BÆINN RAUÐAN

0

Askur fer á kostum í myndbandinu.

Tónlistarmaðurinn Daníel Jón eða Danimal eins og hann kallar sig var að senda frá sér glænýtt lag og myndband við lagið „People Like Me.“ Daníel fékk mikinn innblástur frá hljómsveitum eins Kurt Vile, Interpol, Portishead og Slowdive en hann bar þær augum á tónlistarhátíðinni ATP (All Tomorrows Parties) árið 2014.

„Ég hef verið að semja lög síðan ég man eftir mér. Var með píanó heima og það var auðveldara að búa til eitthvað nýtt en að læra eitthvað sem var nú þegar til“  Danimal

Daníel Jón / Danimal.

Danimal byrjaði að koma fam aðeins sextán ára gamall og þá einn með kassagítarinn og leiddi það til að hann stofnaði hljómsveitina Hide Your Kids ásamt góðvinum sínum úr Garðabæ.

Myndbandið er einkar skemmtilegt en þar sést ungur drengur kíkja út á lífið, á barinn og gæða sér á drykk svo fátt sé nefnt. Danimal og Haukur gerðu myndbandið en þeir eru hluti af Spunk Team Production sem gerði meðal annars myndbandið Stormtrooper með Bara Heiðu.

„Okkur hefur alltaf fundist svo gaman að vinna saman í myndböndum en við vorum duglegir að gera stuttmyndir í grunnskóla. Ég nefndi að Heiða ætti son sem væri 6 ára og þá var ekki aftur snúið. Með hjálp vina og vandamanna náðum við að rumpa þessu af á tveimur dögum síðasta sumar.“ – Danimal

Drengurinn í myndbandinu heitir Askur og fer hann algjörlega á kostum og það er greinilegt að leikhæfileikar hans eru meðfæddir!

Hér má finna lagið á Itunes.

Skrifaðu ummæli