SESAR A OG MOLINN KYNNA Í ÞRIÐJA SINN „RAPPÞULAN 2015“

0

rappthulan

Rappþulan, rappkeppni fyrir 16 ára og eldri, er kominn til að vera. Þann 20.nóvember nk. verður hún haldin í þriðja sinn í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs.

Búið er að opna fyrir skráningu í keppnina og fer hún fram í gegnum heimasíðu Molans. Þar má einnig finna frekari upplýsingar.

Rappþulan er fyrsta rappkeppnin fyrir þátttakendur 16 ára og eldri og í fyrra bar Guðmundur F.T. sigur úr bítum. Spennandi verður að sjá hver það verður í ár.

Rappþulan er samstarfsverkefni Sesar A og Molans sem kom til vegna vöntunar á rappkeppni fyrir 16 ára og eldri. Molinn er staðsettur í hjarta menningarkjarna Stór-Kópavogssvæðisins, gengt Gerðarsafni og Salnum, tónleikahöll bæjarfélagsins.

 

Comments are closed.