SÉRSNIÐIN LEPPALÚÐAROKKVEISLA FYRIR ALLA

0

Leppalúðarokk verður haldið hátíðlegt á Gauknum í kvöld fimmtudag 14.des. Sérsniðin lúðarokkveisla fyrir alla sem fíla gott indí og meira til. Þar má búast við öllu litrófinu innan nitsunar, fólkað, rokkað, poppað, pönkað og lúðað indí saman í hrærigraut þriggja af helstu kyndilberum nýbylgjurokksenunnar á Íslandi samtímans.

Markús and The Diversion Sessions gaf út plötuna The Truth, The Love, The Life árið 2015, sem er yndislega þunglyndislegur og lúðalegur gimsteinn! Suð gaf út í fyrra, eftir langa mæðu, sína aðra breiðskífu, Meira suð! sem hefur fengið frábærar viðtökur og var ennig tilnefnd til Kraumsverðlaunanna. Pönkuð, grípandi og lúðaleg negla! Argument eru að senda frá sér 7 tommu með tveimur slímugum lögum og verður hún í fyrsta sinn fáanleg á Gauknum í mjög takmörkuðu upplagi á 1500 krónur (bring cash). Svo er fyrsta breiðskífan væntanleg með vorinu, og verður hún að öllum líkindum mjög lúðaleg.

Frítt er inn í kvöld og hvetjum við alla til að mæta og upplifa hreint Leppalúðarokk beint í æð! Frítt er inn.

Skrifaðu ummæli