SENDIR FRÁ SÉR NÝTT MYNDBAND OG SLÆR Í GEGN Í SKANDINAVÍU

0

sindri-3

Tónlistarmaðurinn Sindri Freyr var að senda frá sér brakandi ferskt myndband við lagið „Way I´m Feeling“ en það er tekið af nýjustu plötu kappans. Lagið er frekar hefðbundið ástarlag um strák sem sér fyrir sér framtíðina með draumastelpunni segir Sindri.

sindri-2

Lagið hefur fengið yfir 400.000 spilanir á spotify sem telst afar gott en það er kannski ekkert skrítið þar sem Sindri er stórstjarna í Svíþjóð og í Noregi. Tónlistarmaðurinn knái er rólegur yfir þessu öllu saman en hann stundar nám við Háskóla Íslands og er þessa dagana á fullu í prófum. Sindri hyggst á að heimsækja löndin og halda þar tónleika en það verður ekki fyrr en eftir prófin!

Myndbandið er virkilega flott og skemmtilegt en það er Jakob Gabríel Þórhallsson sem á heiðurinn af því. Jakob stundar nú nám í kvikmyndagerð við Met Film School í London og það er á hreinu að við eigum eftir að sjá meira frá honum!

Skrifaðu ummæli