Semur öll lögin, spilar á gítar og syngur: „Kitzmania Bat” er komið út

0

Casio Fatso var að senda frá sér lagið „Kitzmania Bat” en fyrir skömmu kom út lagið „It’s measured in tears.” „Kitzmania Bat” var tekið upp að mestu í Spider studio sem er lítið hljóðver í eigu Sigursteins sem jafnframt semur öll lögin, spilar á gítar og syngur. Næsta skref Casio Fatso er þriðja lagið sem ber heitið „That’s what men do” en það mun koma út um mánaðarmótin nóvember / dessember.

Fyrir frekari fregnir af Casio Fatso er hægt að kíkja á casiofatso.com en þar má finna lýsingar á öllum tónleikum bandsins frá upphafi. Hvernig stemningin var og hvað var gert sér til dundurs. Mjög fróðleg lesning sem lætur engan ósnortinn!

Lagið er komið inn á allar mögulegar streymiveitur og einnig er hægt að niðurhala laginu á soundcloud.

Skrifaðu ummæli