SEMJA VIÐ ERLENDA UMBOÐSSKRIFSTOFU OG VINNA AÐ NÝRRI PLÖTU

0

Ljósmynd: Hörður Hörður Sveinsson.

Lítið hefur heyrst af hljómsveitinni Árstíðum á Íslandi í vetur, en nóg hefur verið um að vera hjá sveitinni. Hljómsveitin skrifaði nýverið undir samning við sænsk/bandarísku umboðsskrifstofuna Flying Fox AB, og er hljómsveitin því kominn með sama umboðsmann og Sólstafir og Agent Fresco. Þá hefur hljómsveitin verið að vinna að nýrri hljóðversplötu, og farið á tónleikaferðalög um Bretland og Rússland.

Undanfarið hafa Árstíðir verið að vinna samstarfsverkefni með Magnúsi Þór Sigmundssyni en fengið Tómas Jónsson píanóleikara og Magnús Magnússon trommuleikara með sér í lið til að skapa hljóðheiminn fyrir lögin. Saman fór hópurinn í stúdíó Sundlaugin og hljóðritaði plötu með nýjum lagasmíðum Magnúsar Þórs.

Óhætt er að segja að Árstíðir séu á blússandi siglingu um þessar mundir en mikil spenna ríkir eftir nýju plötunni!

http://www.arstidir.com

Skrifaðu ummæli