SEM BARN SKAMMAÐIST ÉG MÍN OG HÉLT ÉG VÆRI ÖÐRUVÍSI

0

Tónlistarkonan Sjana Rut var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „Englar hafa drauma” en það mun vera hennar fyrsta lag á íslensku. Lagið er stórt skref fyrir Sjönu en lagið fjallar um hennar persónulegu raunir og baráttu hennar við kvíða!

„Ég var 16 ára þegar ég tjáði mig um minn kvíða en sem barn skammaðist ég mín og hélt ég væri öðruvísi. Því meira sem ég opnaði mig um þetta fór það að vera auðveldara að takast á við. Það hafa allir sína djöfla að draga.”

Sjana trúir því að það vaka englar yfir okkur öllum og í því samhengi að það vakir eitthvað fallegt yfir okkur og við höfum öll tilgang. Lagið fjallar um að þurfa að takast á við erfiðleika sem halda viðkomandi niðri en vonin um eitthvað gott skilar sér á endanum.

„Það mætti segja að komandi plata sé dagbókin mín og ég er að deila henni með öllum! Það skiptir líka rosalega miklu máli að hafa góðan stuðning á bakvið sig í gegnum svona erfiði og ég hef svo sannarlega fengið það frá foreldrum mínum og bróður mínum.”

Bróðir Sjönu NumerusX aðstoðaði hana mikið við útsetningu lagsins en hann samdi einnig tónverk við lagið, sá um upptöku, klippingu og hljóðblöndun. Lag og texti er eftir Sjönu en Ursie Isle sá um umslag (cover)

Skrifaðu ummæli