SEINT SENDIR FRÁ SÉR SMÁSKÍFUNA SAMAN

0

SEINT

Joseph Cosmo Muscat er tónlistarmaður og prodúser sem kemur upprunalega úr 111 Breiðholti. SEINT er hljómsveit sem hann stofnaði í ágúst árið 2014 og eins og er þá er hann ennþá eini meðlimur bandsins. Joseph hefur verið að spila í hljómsveitum síðan hann var aðeins 13 ára gamall, en hefur aðallega verið þekktur fyrir að spila í harðkjarna hljómsveitum á borð við I Adapt og Celestine. Celestine stofnaði hann sjálfur árið 2006 þar til þeir hættu árið 2013, en Joseph var þó byrjaður að búa til raftónlist árið 2009 og var þar á meðal að búa til hip hop tónlist með rapp grúppunni Rímnaríki sem núna nýlega voru að koma saman aftur.

SEINT var að gefa út stuttskífuna SAMAN sem fæst í plötubúðunum 12 Tónum, Smekkleysu og Lucky Records. Einnig er hægt að versla hana rafrænt á:  http://seint.bandcamp.com/releases.

SEINT 2

Tónlistin lýsir sér sem dimmt og draumkennt iðnaðarpopp í anda Nine Inch Nails, Massive Attack og Burial. Hugsunin á bak við tónlistina er ástand nútímamannsins í heiminum og hans sýn á hvernig lífið á að vera. Hvernig við mannfólkið sjáum okkur í því samfélagi sem við lifum í og reynum að passa inn án þess í raun að spyrja okkur hvað við viljum sjálf.

Von er á útgáfutónleikum í byrjun næsta árs.

Hér má heyra lagið Forever með SEINT.

 

Comments are closed.