SECRET SOLSTICE

0

150122_1534259580125229_5283967858173489790_n

Secret Solstice tónlistarhátíðin snýr aftur í Laugardalinn næsta sumar, dagana 19. til 21. júni. Fyrsta stóra tilkynningin kemur í desember.


Secret Solstice var haldin í fyrsta sinn í júní á þessu ári og hlaut frábærar viðtökur innanlands og utan, ekki síst meðal gesta. Á hátíðina komu um átta þúsund gestir, þar af um tvö þúsund erlendis frá. Umfjöllun fjölmiða, bæði hér heima en ekki síður erlendis, var mjög lofsamleg og fjölmargir stórir fjölmiðar fjölluðu um hátíðina, þeirra á meðal: Time Magazine, Rolling Stone, The Guardian, Metro, Reuters, BBC Travel Channel og VICE auk fjölda annara.

Hér eru hlekkir á umfjöllun frá helstu aðilum:

TIME

http://time.com/52061/best-music-festivals-2014/

ROLLING STONE

http://www.rollingstone.com/music/pictures/festivals-2014-rolling-stones-best-live-and-backstage-photos-20140610/secret-solstice-0511843

THE GUARDIAN

http://www.theguardian.com/music/2014/may/31/european-festivals-extreme-locations-secret-solstice

METRO

http://metro.co.uk/2014/03/27/travel-icelands-secret-solstice-music-festival-under-the-midnight-sun-4679734/

http://metro.co.uk/2014/03/12/summer-solstice-festivals-iceland-sweden-and-norway-4531909/

REUTERS

http://www.reuters.com/article/2014/05/20/iceland-naturally-idUSnBw205462a+100+BSW20140520

VICE/THUMP

http://thump.vice.com/en_uk/words/icelands-secret-solstice-festival-has-us-partying-for-72-hours-of-sunlight

Umgjörð hátíðarinnar síðastliðið sumar var sérstaklega glæsileg eins og umsagnir fjölmiðla báru með sér enda var engu til sparað. Einnig verður þess gætt að halda uppi þeim háa þjónustustigi sem var á hátíðinni síðastliðið sumar með fjölda veglegra veitingabása.

Skipuleggjendur Secret Solstice stefna að því að hafa hátíðina á næsta ári enn veglegri og sérstaklega að vanda tónlistardagskrána og gera hana fjölbreyttari og betri. Dagskráin síðasta sumar fékk reyndar mikið lof enda voru tónlistaratriðin yfir 150 talsins. Meðal stærstu Massive Attack, Disclosure, Woodkid, Banks, Schoolboy Q, Múm, Jamie Jones, Hjaltalín, Gorgon City, Mammút svona mætti áfram telja konfektmolana af því mikla veisluborði sem Secret Solstice var í sumar.

Secret Solstice hátíðin er haldin á sumarsólstöðum á bjartasta tíma ársins. Hátíðin er að skapa sér sess sem árlegur viðburður í íslensku tónlistalífi. Laugardalurinn er aldrei fallegri en á sumrin og í sumar sveif hamingja, friður og ró yfir vötnu meðal þeirra þúsunda gesta sem sóttu hátíðina.

Miðsala á hátíðina hófst 2.nóvember síðastliðinn og seldist fyrsta miðaþrep upp á 14 mínútum. Fleiri miðar á sérstöku forsölutilboði í takmörkuðu upplagi hafa verið settir í sölu á 13.900 kr. og eru í þann mund að seljast upp. Fullt verð á hátíðina verður 19.900 kr. og er því um mikinn afslátt að ræða. Börn undir 10 ára fá ókeypis inná hátíðina í fylgd með fullorðnum og ýmiss konar skemmtun verður í boði fyrir þá sem yngri eru.“

Comments are closed.