SECRET SOLSTICE KYNNTI FYRSTU TÓNLISTARATRIÐIN MEÐ STÆL

0
img_4843

GKR

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafa nú tilkynnt fyrstu tónlistaratriðin sem koma fram í Laugardalnum 16.-18. júní næstkomandi. Hátíðin var fyrst haldin árið 2014 og hefur hún heldur betur fest sig sem ein af flottustu tónlistarhátíðum Íslands.

Captain Syrup

Captain Syrup

Nöfnin sem voru tilkynnt eru engin slor en þar er rokksveitin Foo Fighters fremstir á lista, Prodigy snúa aftur en þeir hafa nokkrum sinnum tryllt landann! Einnig mætir britpop goðið  Richard Ashcroft úr hljómsveitinni The Verve en hver man ekki eftir slagaranum bittersweet symphony. Einnig má nefna Foreign Baggers, Klose One og Soul Clap. Íslendingarnir verða að sjálfsögðu á staðnum og má þar t.d. nefna Gkr, Tiny, Shades Of Reykjavík, Högni og Kiasmos svo fátt sé nefnt.

Elli Grill

Í gær var slegið upp heljarinnar tónleikum í verslun 66°Norður á laugavegi en þar komu fram GKR, Soffía Björg og Captain Syrup, en einnig sást í snillinginn Ella Grill úr hljómsveitinni Shades Of Reykjavík.

Hér fyrir neðan má sjá þau tónlistaratriði sem hafa verið kynnt til leiks:

Foo Fighters, The Prodigy, Richard Ashcroft, Dubfire, Pharoahe Monch, Foreign Beggars, Dusky, Kerri, Chandler,Rhye, Högni, Kiasmos,Úlfur Úlfur, Soul Clap, John Acquaviva, Wolf + Lamb, Amabadama Emmsjé Gauti, Tania Vulcano, Droog, Yotto, Novelist, Soffía Björg, Artwork, Klose One, Tiny, BenSol, Shades of Reykjavík, GKR, Aron Can, Dave, Lord Pusswhip, Krysko & Greg Lord [UK], Hildur, KSF, Alvia Islandia, SXSXSX, Fox Train Safari, Kilo, Captain Syrup og Marteinn.

Hafsteinn Snær Þorsteinsson mætti á svæðið og tók hann þessar skemmtilegu ljósmyndir.

img_4744

img_4764

img_4693

img_4688

img_4431

img_4398

img_4353

img_4345

img_4336

img_4314

img_4307

img_4302

img_4299

img_4264

img_4249

img_4209

img_4163 img_4144

img_4089

img_4019

http://secretsolstice.is

 

Skrifaðu ummæli