SECRET SOLSTICE FYRSTA ÍSLENSKA VÖRUMERKIÐ TIL ÞESS AÐ STREYMA Í BEINNI Á SNAPCHAT

0

solstice 3

Á Secret Solstice 2016 mun tónlistarhátíðin verða fyrsta íslenska vörumerkið til þess að hljóta sitt eigið Live Story á Snapchat forritinu en þá verður streymt í beinni frá hátíðinni.

solstice

Streymið mun fara fram laugardaginn 18. júní og geta þá hátíðargestir sent inn sín eigin myndskeið í gegnum forritið sem púslað verður saman í rauntíma af Snapchat teyminu. Þetta streymi gerir síðan þeim 150 milljón notendum forritsins hvaðanæva úr heiminum kleift að fylgjast með Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í gegnum símann sinn. Einnig verða starfsmenn Snapchat á svæðinu og munu koma til með að gera svonefnda „geofiltera“ fyrir hátíðarsvæðið sem að hátíðargestir geta notað til þess að skreyta myndir og myndskeið sín inn í forritinu.

solstice 2

Snapchat býður notendum sínum reglulega upp á að skyggnast inn í spennandi staði í heiminum í gegnum forritið. Notendur á þeim stöðum senda þá inn myndskeið af sér og sínu lífi og starfsmenn Snapchat velja þau myndskeið sem rata í streymið. Til dæmis var Ísland einn af þessum stöðum í September í fyrra og fylgdist þá heimsbyggðin með því efni sem að stakir Íslendingar fengu sent inn í streymið.

Vinsældir Snapchat eru vel þekktar en um það bil níuþúsund myndir og myndskeið eru send í gegnum forritið á hverri sekúndu.

Comments are closed.