SANNKÖLLUÐ ÞUNGAROKKSVEISLA Á GAUKNUM

0

Það verður sannkölluð veisla af allskonar þungarokki þann 23.Mars á Gauknum þegar Þrjú fersk bönd stíga á stokk! ÓVÆRA er ný af nálinni og mun kynna nýtt efni ásamt nýjum söngvara en nýlega gekk Guðni (fyrrum söngvari harðkjarnasveitarinnar Klink) til liðs við sveitina og má búast við heljarinnar öfgarokki.

DEVINE DEFILEMENT er brútal desth metal hljómsveit sem eru að gera góða hluti í senunni!

BROT hafa nýverið að gefa út sína fyrstu plötu og má nálgast hana í gegnum facebookið þeirra. Kröftugt rokk með frábærum textum.

Það kostar ekkert inn og hefst stuðið stundvíslega kl. 21:00

Skrifaðu ummæli