SANNKÖLLUÐ RAPPVEISLA Á RAPPPORT 2017

0

Laugardaginn 20. maí munu Red Bull Music Academy og KEX Hostel leiða saman hesta sína á fyrstu árlegu eins dags rapp-hátíðinni RAPPPORT. RAPPPORT verður haldin í portinu fyrir aftan KEX Hostel og byrjar kl. 17:00.

Íranska tónlistarkonan SEVDALIZA sem nýverið gaf út sína fyrstu breiðskífu, ISON, snýr aftur til Reykjavíkur eftir að hafa spilað á Sónar Reykjavík í Hörpu í fyrra. Ásamt SEVDALIZA og hljómsveit hennar koma einnig fram GKR, Alvia, Forgotten Lores, Sturla Atlas og Cyber.

Einnig er athygli vakin á að Red Bull tónlistarakademían (Red Bull Music Academy) tekur á móti umsóknum fyrir árið 2018 en umsóknarferlið er júní til september eru allir tónlistarmenn hvattir eindregið til að sækja um! Auðunn Lúthersson aka. Auður fór í Red Bull Tónlistarakademíuna í Montréal í fyrra og hefur leið hans legið beint upp á við síðan. Þetta er tveggja vikna nám þar sem þekkt nöfn úr tónlistarbransanum halda fyrirlestra og workshop alla daga.

Facebook viðburðinn má sjá hér.

http://www.sevdaliza.com

Skrifaðu ummæli