SANNKÖLLUÐ KARNIVAL STEMMING VERÐUR Á BARNAHÁTÍÐINNI KÁTT Á KLAMBRA

0

KARNIVAL

Sannkölluð karnival stemming verður á barnahátíðinni Kátt á Klambra sem haldin verður næstkomandi sunnudag 24. júlí á Klambratúni. Hátíðin er ætluð börnum á öllum aldri og fjölskyldum þeirra.

Það verður annkölluð karnival stemming og óhætt er að segja að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en á svæðinu verða ýmsar uppákomur: Listasmiðjur – Andlitsmálning – Húllafjör – Tattoobás – Ljósmyndabás – Tombólumarkaður – Kósýtjald með barnanuddkynningu – Sögustund – Fullt af dansi – Tónlist – Kung fu pöndum o.fl.

FRIKKI DÓR KEMUR FRAM Á KÁTT Á KLAMBRA

Frikki Dór kemur fram á Kátt Á Klambra

Veitingar verða til sölu á svæðinu og á kaffihúsinu Kjarvalstöðum verður hægt að fá sér köku og kakó á sérstöku tilboði í tilefni dagsins.

Dagskráin er eftirfarandi:

Dagskráin hefst kl 14.00 og lýkur kl 17.00.
14:00 Mjúkir sumartónar í boði Gísla Galdurs
14:30 Barnayoga með Lóu Ingvarsdóttur
15:00 Hip hop danssýning frá Dans Brynju Péturs
15:20 Frikki Dór
15:45 Barnadiskó með Margréti Erlu Maack
16:30 Húlladúllan stígur á svið

Endilega takið með ykkur fjölskylduna og njótið dagsins í fallegu umhverfi.

Comments are closed.