SAMVINNA Á MILLI LANDA OG Á UPPTÖKUFERÐALÖGUM

0

Íslensk/alþjóðlega hljómsveitin YouYou hefur sent frá sér tvö lög. Fyrsta lagið nefnist, „Down to the Water” og er myndband við lagið í bígerð. Annað lagið sem hljómsveitin sendir frá sér nefnist „Watershed,“ myndbandið við lagið er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Í hljómsveitinni eru fjórir íslenskir tónlistarmenn sem eru búsettir í þremur löndum: Íslandi, Danmörku og Bretlandi. Tónlistin, sem byggir á draumkenndu indírokki en er keyrð áfram af elektrónískum töktum, er unnin í samvinnu milli landa, bæði gegnum netið og á upptökuferðalögum.

Þungamiðjan í tónlist YouYou eru lög og textar Snorra Gunnarssonar, en með honum í hljómsveitinni eru Guðmundur Annas Árnason, Kristinn Jón Arnarson og Valur Einarsson. Þeir hafa starfað með hinum ýmsu hljómsveitum í gegnum tíðina, sumir þeirra saman en fyrir aðra er YouYou ný byrjun á samstarfi.

Hér er hægt að hlusta á lagið „Down To The Water.“

Spotify

www.youyouband.com

Skrifaðu ummæli