SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON BIG BAND MEÐ HELJARINNAR TÓNLEIKA Í GAMLA BÍÓ NÆSTKOMANDI FIMMTUDAG 22. OKTÓBER

0

sam

Stuð bandið Samúel Jón Samúelsson Big Band blæs til heljarinnar tónleika í Gamla Bíó næstkomandi fimmtudag 22. Október. Bandið hefur ekki spilað í Reykjavík síðan í sumar og eflaust margir spenntir fyrir þessum frábæru tónleikum.

sam 2
Sveitin mun leika lög af öllum plötum sínum; Legoland, Fnyk, Helvítis Fokking Funk og 4 Hliðum auk nýs efnis.
Samúel Jón Samúelsson Big Band er ein flottasta hljómsveit landsins og það er óhætt að segja að þessir snillingar kunna sko að halda uppi fjöri.
Ef þig langar að hrissta rassinn og dansa í takt við góða strauma þá ættiru ekki að láta þetta framhjá þér fara!

sam 3
Miðasala er í fullum gangi á miði.is.
Hér má sjá upptöku frá tónleikum sveitarinnar á Kexp:

 

Comments are closed.