Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa halda sína fyrstu bjór og brugghátíð

0

Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa halda sína fyrstu bjór og brugghátíð í samstarfi við Bryggjuna Brugghús á Menningarnótt. Hátíðin fer fram úti á bryggjunni við Vesturbugt og taka 11 handverksbrugghús þátt í þetta sinn og kynna sig og sínar vörur fyrir gestum og gangandi. Þetta er kjörið tækifæri til að kynnast íslensku handverki og spjalla við sérfræðinga á sviðinu um hina öru þróun íslenskrar bjórmenningar síðustu ár.

Frítt er inn á hátíðina og gefst gestum tækifæri á að versla beint af hverju brugghúsi en auk þess verður hægt að kaupa klippikort í takmörkuðu upplagi og með því fylgir sérmerkt glas. Klippikortið veitir frítt smakk frá hverju brugghúsi og rennur allur ágóði til samtakanna.

Hátíðin hefst klukkan 13:00 og stendur til 19:00.

Þáttakendur eru:

Bryggjan Brugghús

Bastard Brew and Food

Beljandi

Bruggsmiðjan Kaldi

Dúkkan Brugghús

Eimverk Distillery

Gæðingur

Malbygg

RVK Brewing Co.

The Brothers Brewery

Ægir Brugghús

Hér er hægt að kíkja nánar á facebook viðburðinn.

Skrifaðu ummæli