Samtímaljósmyndarar, lifandi tónlist og fjársjóðir

0

Ljósmynd: Helga Laufey.

Þann 1. desember næstkomandi verður heljarinnar ljósmyndamarkaður í Bíó Paradís! Boðið verður upp á jólglögg, lifandi tónlist og að sjálfsögðu verður hægt að virða fyrir sér fjársjóði. Þetta er fjölbreyttur hópur samtímaljósmyndarar sem koma saman og skipta verkum sínum fyrir peninga. Tónlistarfólkið Teitur Magnússon og Elín Ey koma fram og munu þau ylja gestum um hjartarætur með sínum ljúfu tónum.

Ljósmynd: Dóra Dúna.

Þeir sem koma fram eru:

Olga Urbanek, Anna Maggý, Viðar Logi, Helga Laufey, Jói Kjartans, Sigga Marrow, Hrafn Jónsson, Hjördís Eyþórsdóttir, Dóra Dúna, Sigríður Ella, Sigurður Erik, Atli Freyr, Sonja Margrét Ólafsdóttir og Hrafna.

Ljósmynd: Hjördís Eyþórsdóttir.

Þetta er virkilega frábært framtak sem vert er að skoða, hver vill ekki eiga flotta ljósmynd uppi á vegg! Herlegheitin byrja stundvíslega kl 14:00 og stendur gleðin til kl 18:00. Hægt er að sjá Facebook viðburðinn hér.

Skrifaðu ummæli