SAMSTARFIÐ KVIKNAÐI Í RAFTÓNLISTARNÁMI Í AMSTERDAM

0

Tónlistarkonan Steinunn Þorsteinsdóttir eða einfaldlega Steinunn eins og hún kallar sig var að senda frá sér glænýtt lag sem nefnist „F*nk.“ Lagið samdi hún ásamt skólafélaga sínum sem kallar sig F*ck Genres og er þetta fyrsta lagið þeirra saman.

Tvíeykið stunda nám við Sae Institute í Amsterdam en Steinunn tók tvo áfanga í raftónlist (electronic music certificate) – byrjenda áfanga og framhaldsáfanga sem voru fjórir mánuðir hvor.

„Við kynntumst í fyrri áfanganum og fórum svo bæði í framhaldsáfangann. Hugmyndin um að gera lag saman kviknaði þegar hann spurði hvort ég væri til í að syngja inná lag hjá honum en enduðum svo á að gera bara lag saman. Við gerum mjög ólíka tónlist en F*nk er einhverskonar poppaðari útgáfa af tónlistarstíl okkar beggja. Samstarfið er búið að vera mjög skemmtilegt og erum við nú þegar byrjuð að vinna að fleiri lögum saman.“ – Steinunn

Steinunn ætlar að halda áfram að nýta sér það sem hún hefur lært í skólanum og þróa sína tónlist áfram – og mögulega gera fleiri myndbönd við þau.

„Það var íslensk stelpa sem benti mér á nokkra skóla hérna í hollandi og mér leyst best á SAE. Annars var ég opin fyrir að fara hvert sem er – mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt og þróa mínu skapandi hliðar í tónlistinni.“ – Steinunn

Steinunn byrjar í LHÍ í haust og mun stunda nám í grafískri hönnun sem hún segir að væri gaman að blanda saman með tónlistinni.

Skrifaðu ummæli