SAMNINGUR VIÐ KÍNVERSKT FYRIRTÆKI, TÓNLEIKAFERÐ OG PLATA Á LEIÐINNI

0

Tónlistarkonan Hafdís Huld er heldur betur á blússandi siglingu um þessar mundir en hún var að senda frá sér tvö lög, „Last Rays Of The Sun“ og „Take Me Dancing“ sem bæði eru tekin af væntanlegri plötu hennar Dare to Dream Small sem kemur út alþjóðlega hjá Redgrape Records 28. Júlí næstkomandi.

Fyrstu ár dóttur Hafdísar hafa ekki beint verið auðveld og stundum fannst Hafdísi eins og hún gæti aldrei gert tónlist aftur. Í staðin fyrir að bíða eftir fullkomna augnablikinu réðst hún í gerð plötunnar og fagnar litlu hlutunum í lífinu!

Á næstu dögum heldur Hafdís Huld í tónleikaferð til kína til að kynna útgáfu á fyrstu þremur plötunum sínum en hún gerði nýlega samning við kínverska plötuútgáfufyrirtækið Pocket Records!

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið „Take Me Dancing.“

Skrifaðu ummæli