SAMKYNHNEIGÐUR DRENGUR DEYR OG ÞAGGAR NIÐUR Í HEIMABÆ SÍNUM

0

heidrik

Færeyski tónlistarmaðurinn Heiðrik var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband en það ber heitið „Boy.“ Saga lagsins er sönn og ansi átakanleg en það fjallar um samkynhneigðan dreng sem var lagður í einelti í heimabæ sínum í Færeyjum. Skyndilega lést drengurinn sem gerði það að verkum að allur bærinn þagnaði og fékk samviskubit!

heidrik-2

Á síðasta ári sendi Heiðrik frá sér plötuna Funeral en platan fjallar um baráttu hans við fordóma í garð samkynhneigðra en Færeyjar var síðasta norðurlandið til að lögleiða giftingu samkynhneigðra. Platan er tileinkuð öllum þeim sem eru að heyja sömu baráttu og Heiðrik þurfti að fást við. Ekki gefast upp!

Hér er á ferðinni stórkostlegt lag með einkar fallegum boðskap.

Skrifaðu ummæli