SAMIÐ Á LEIÐ TIL VINNU Í ALGERRI ÓFÆRÐ

0

Tónlistarkonan Birta Rós Sigurjónsdóttir eða Duld eins og hún er kölluð var að senda frá sér lagið „Snowballs.“ Birta Rós hefur stundað tónlistarnám síðan hún man eftir sér og þá sjaldnast á sama hljóðfærið.

„Snowballs er lag sem var samið á leið til vinnu í algerri ófærð. Myndast höfðu sérstök veðurskilyrði sem höfðu þau áhrif að þegar ég var á leiðinni fram hjá Hljómahöllinni í Reykjanesbæ áður en hún var tilbúin þá fuku upp hjarðir af snjóboltum og það fyrsta sem laust í hausinn á mér var að nú væru þeir líklega að flýja komandi sumar og að færa sig um set fyrir veturlok.“ – Duld

Birta Rós útskrifaðist úr Jazzdeild FÍH sem Söngvari, einnig semur hún lög og spilar á bassa en einnig starfar hún mest sem tónlistarkona í Dúettinum The Soundation Project.

Skrifaðu ummæli