„Samdi textann og laglínuna á meðan ég var í Los Angeles”

0

Fyrir skömmu sendi tónlistarmaðurinn Future Lion (Anton Ísak) frá sér lagið „More Of You” en Silja Rós ljáir laginu rödd sína!

„Í byrjun sumars hafði Future Lion samband við mig og sendi mér demó af laginu sem mér þótti mjög grípandi. Ég samdi texta og laglínu við lagið með hugmyndir Antons í huga meðan ég var í LA.” – Silja Rós.

Silja og Future Lion stilltu saman strengi sína á íslandi og fóru í hljóðver til að klára lagið! Samstarfið gekk gríðarlega vel og er von á meira efni frá þessu skemmtilega samstarfi.

Skrifaðu ummæli