Samdi lagið inn á vogi: fangar ástandið á þeim tíma

0

Fyrir rúmlega einum mánuði síðan sendi tónlistarmaðurinn Bjé Frenzy frá sér lagið „Á tæpasta vaði“ en lítið hefur heyrst fra kappanum seinustu ár. Lagið skrifaði hann inni á vogi og fangar það mögulega ástandið sem var í gangi á þeim tíma.

Fyrir nokkrum dögum sendi kappinnfrá sér glænýtt lag en það ber heitið „Lífið er vor“ og skartar engum öðrum en idol stjörnunni Kalla Bjarna í viðlaginu.

„Bítið er gamalt og kemur það frá Þór takthaus aka Blazematic fyrir þá sem þekkja til.” – Bjé Frenzy.

Þess má geta að annað lag með Kalla Bjarna er í vinnslu og er það væntanlegt í vetur og mögulega meira til. Bæði lögin eru tekin upp í Stúdíó Hljóm og sá Darri Sigurvin um upptökur og frágang.

Skrifaðu ummæli