SAMDI LAG KEYRANDI NIÐUR AUSTURSTRÖND ÁSTRALÍU

0

Tónlistarmaðurinn Magnús Thorlacius sem flestir þekkja úr hljómsveitinni Vio var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Coastline.“  Magnús samdi lagið þegar hann og vinur hans keyrðu niður austurströnd Ástralíu.

Stuttu seinna var leikurinn endurtekinn en í þetta skiptið var keyrt hringinn í kringum Ísland! Ákveðið var að taka herlegheitin upp og skellt var í þetta þrælskemmtilega myndband!

 

Skrifaðu ummæli