SALSAKOMMÚNAN ER NÝ SJÓÐHEIT SALSAHLJÓMSVEIT

0

salsa

Salsakommúnan er nýstofnuð salsa hljómsveit sem leikur frumsamið efni í bland við kóver efni. Grunnkjarni Salsakommúnunnar samanstendur af ungum og ferskum tónlistarmönnum en annaðslagið leika hinir og þessir salsahundar með bandinu.

salsa

Þann 1. desember síðastliðinn á degi íslenskrar tónlistar gaf Salsakommúnan út nýtt lag sem ber heitið „Farfugl“ en í október kom út „Mangó fyrir 10 flær“ en það er samið til heiðurs salsakóngi íslands, Tómasi R. Einarssyni.

salsa

Án efa eiga landsmenn eftir að heyra meira frá Salsakommúnunni en lögin bíða spennt eftir að láta gefa sig út. Einnig eru fyrirhugaðir Salsadansleikir svo vissara er að hafa dansskóna klára!

Þriðjudaginn 6. desember næstkomandi mun Salsakommúnan koma fram ásamt Quest og Rythmatik á tónleikum í Studíó sýrlandi kl 20:00 – 22:00. Frítt er inn og allir velkomnir. Tónleikarnir verða einnig sendir út Live í hljóð og mynd á Facebook.

 

Skrifaðu ummæli