SALKA SÓL, ANDREA GYLFA OG BRYNDÍS ÁSMUNDS OFL HEIÐRA JANIS JOPLIN

0

Þann 19.janúar 2018 væri söngkonan Janis Joplin orðin 75 ára gömul. Af því tilefni hafa útvarpskonan Andrea Jónsdóttir og tónlistarmaðurinn Ingi Björn Ingason í samstarfi við Mekka Wine & Spirits smalað saman hóp af okkar færustu söngkonum og hljóðfæraleikurum til að flytja lög Janisar á stórtónleikum sem haldnir verða í Gamla Bíó þann 19.janúar næstkomandi.

Þær söngkonur sem koma fram eru Andrea Gylfa, Salka Sól, Bryndís Ásmunds, Stefanía Svavars og Lay Low.

Hljómsveitin er svo alls ekki af verri endanum:

Ingi Björn Ingason, bassi og hljómsveitarstjórn

Þorvaldur Þór Þorvaldsson, trommur

Börkur Hrafn Birgisson, gítar

Birkir Rafn Gíslason, gítar

Daði Birgisson, Hammond og píanó

Elvar Bragi Kristjónsson, trompet

Sólveig Morávek, tenór sax

Albert Sölvi Óskarsson, baritone sax

Amma rokksins á Íslandi, Andrea Jónsdóttir, mun svo eflaust stíga upp á svið með skemmtilegan fróðleik um Janis og skála við salinn um leið. Búast má við fjörugum tónleikum þar sem andi blómatímans mun svífa yfir. Sérstakur Janis Joplin Southern Comfort drykkjarseðill frá Mekka Wine & Spirits verður á barnum, en Southern Comfort var uppáhalds drykkur Janisar.

Tónleikar hefjast stundvíslega kl: 21:00 og hefst miðasala á tix.is í dag miðvikudaginn 20.des kl:10:00.

Skrifaðu ummæli