SAFNPLATA KOMIN ÚT Í TILEFNI AF 10 ÁRA AFMÆLI HLJÓMPLÖTUÚTGÁFUNNAR RECORD RECORDS

0

Íslenska hljómplötuútgáfan Record Records gefur út nýja safnplötu í tilefni af 10 ára afmæli hljómplötuútgáfunnar. Safnplatan sem ber titilinn Record Records 10th Anniversary inniheldur nokkur af vinsælustu lögum með hljómsveitum og tónlistarfólki sem hefur gefið út hjá Record Records.

Lagalistinn

 1. Of Monsters and Men – Little Talks
 2. Júníus Meyvant – Mr. Minister Great
 3. Mammút – The Moon Will Never Turn On Me
 4. Moses Hightower – Mjóddin
 5. Vök – BTO
 6. Retro Stefson – Qween
 7. AmabAdamA – Hossa Hossa
 8. Ojba Rasta – Jolly Good
 9. Kiriyama Family – Sneaky Boots
 10. Sykur – Reykjavík
 11. Lay Low – Our Conversations
 12. Tilbury – Tenderloin
 13. Agent Fresco – See Hell
 14. Ensími – Aldanna Ró
 15. Botnleðja – Slóði

Haraldur Leví útgefandi hjá Record Records var gestur í Rokklandi á Rás 2 á dögunum þar sem var farið yfir ferilinn og nýju safnplötuna: http://ruv.is/frett/record-records-i-10-ar

Um Record Records

Í ár eru liðin 10 ár síðan hinn ungi tónlistarunnandi Haraldur Leví Gunnarsson ákvað að hrinda af stað hljómplötuútgáfunni Record Records.

Starfsemi útgáfunnar hófst síðla árs 2007 og var í byrjun mjög smá í sniðum enda var Haraldur eini starfsmaður útgáfunnar og útgáfan upprunalega hugsuð sem tómstundargaman. Haraldur starfaði á þeim tíma í hljómplötuverslun í Reykjavík og lamdi á húðir í rokksveitinni Lada Sport.

Enginn asi var að drífa í fyrstu útgáfunni heldur var farið rólega í sakirnar og bíða frekar eftir réttu hljómsveitinni. Rétt tæpu ári eftir stofnun leit fyrsta útgáfan dagsins ljós sem var önnur breiðskífa hljómsveitarinnar Mammút, „Karkari“.

Á starfsferli sínum hefur útgáfan náð að vaxa hægt og þétt og af mikilli alúð. Heildarútgáfa Record Records er á fimmtíu breið-, smá- og þröngskífur með hljómsveitum á borð við Of Monsters and Men, Júníus Meyvant, Mammút, Vök, Moses Hightower, Agent Fresco og fleiri.

Frá stofnun útgáfunnar hefur Haraldur haft það markmið að leiðarljósi að vinna vel og náið með tónlistarmönnum, sýna heiðarleika í starfi og samskiptum og aldrei að gefa út tónlist nema hún sé á einhvern máta áhugaverð og framúrskarandi.

Þrátt fyrir farsælt gengi Record Records er yfirbyggingin enn þann dag í dag jafnt sem engin. Frá stofnun hafa starfsmenn aldrei verið fleiri en tveir en í dag er Haraldur eini starfsmaður fyrirtækisins.

Væntanlegar útgáfur

 1. júlí 2017: Mammút – Kinder Versions
 2. sept 2017: Botnleðja – Fólk er fífl (Endurútgáfa á vínyl)

„Rétt tæpu ári eftir stofnun leit fyrsta útgáfan dagsins ljós sem var önnur breiðskífa hljómsveitarinnar Mammút, „Karkari“.“

Skrifaðu ummæli