SAFNKASSETTA FRÁ LADY BOY RECORDS KOMIN ÚT

0

lady 2

Plötufyrirtækið Lady Boy Records var að senda frá sér hina árlegu safnkassettu en hún inniheldur hávaðasama og tilraunakennda tónlist. Platan ber nafnið LB013 og kemur að sjálfsögðu út á kassettu eins og allar aðrar útgáfur fyrirtækisins. LB013 kemur út í takmörkuðu upplagi og eru allar kassetturnar númeraðar, virkilega flottur og eigulegur gripur.

LADY boy
Þetta er fjórða safnkassettan sem Lady Boy records sendir frá sér og listamennirnir að þessu sinni eru sko ekki af verri endanum en það eru: Deborah Arenas, ThizOne, Laser Life, Luke Eargoggle + Wirtschalftwelt, Harry Knuckles, Lord Pusswhip, Vrong, russian.girls, O|S|E, Panos from Komodo, Kanzlarinn, Rattofer, Skelkur í bringu, Dulvitund og Nicolas Kunysz + Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir.

Hægt er að versla og hlusta á kassettuna hér:

Comments are closed.