SÆNSKA SVEITIN THE PRESOLAR SANDS SPILAR Á ÞRENNUM TÓNLEIKUM Á ÍSLANDI

0

presolar

Sænska hljómsveitin The Presolar Sands munu spila á þrennum tónleikum í byrjun september. Hljómsveitin kemur frá Stokkhólmi og gaf hún út sína fyrstu smáskífu, Anchors and Weights, í mars síðastliðnum og hafa þau verið upptekin við að fylgja henni eftir um alla Svíþjóð ásamt Danmörku og Þýskalandi í sumar. Þau spila sækadelískt rokk með nornakeim og hafa þeim verið líkt við bönd eins og The Velvet Underground, Spaceman 3 og The Stooges svo eitthvað sé nefnt.  Þau eru á hraðri uppleið og er næsta stefnan tekin á að spila tónleika á Íslandi.

presolar1

Bandið mun spila þrjá tónleika á höfuðborgarsvæðinu:

Fimmtudaginn 1. september kl. 21:00 á Húrra ásamt bandinu Russian Girls og GlerAkri, aðgangseyrir 1500kr.

Föstudaginn 2. september kl. 23:00 á Íslenska Rokkbarnum í Hafnarfirði með Ottoman, Black Dessert Sun og At Breakpoint.

Laugardaginn 3. september kl. 22:00 á Dillon ásamt drunga pönk bandinu Kvöl, aðgangseyrir 500 kr.

http://www.thepresolarsands.com/

Comments are closed.