SÆNSK / ÍSLENSKI DÚETTINN BAULA VEKUR MIKLA ATHYGLI

0

Baula er sænsk/íslenskur dúett með heimavist í Gautaborg. Hljómsveitna skipa Karolina Thunberg og Ísak Ásgeirsson.Hljómsveitin hélt 11 off-venue tónleika á Iceland Airwaves 2015 og hefur síðan þá gefið út þrjú lög. Fyrr á árinu kom út lagið “Just Like Yesterday” og vakti það mikla athygli og fékk umfjöllun í Ja Ja Ja Music, HYMN, Velvet Independent og yfir þrjátíu öðrum miðlum.

“Nova” er tekið upp í hljóðverinu Music A Matic og upptökustjóri var Henryk Lipp (Anna Von Hausswolff, Graveyard, Thåström). Baula er ein af þremur sænskum hljómsveitum sem valdar voru til að spila á Die Neuen Schweden í Berlín nýlega. Tónleikarnir eru skipulagðir af Nordic By Nature. Fanny Valentin hannaði plötuumslagið.

Soundcloud

Skrifaðu ummæli