SÆNSK HLJÓMSVEIT VARÐ AÐ EINS MANNS VERKEFNI

0

Eftir að hafa farið í sitthvora áttina við sænska bandið Mother Mersy, varð eins manns stúdíó verkefnið InZeros til. Hugmyndin var að búa til tónlist sem hljómaði eins og blanda af The Cure og The Hellacopters. Í lok seinasta árs kom út fyrsta lagið „Dead Things“ út. Eftir þó nokkra eftirspurn er lag númer tvö tilbúið og bera það heitið „Nothing.“

Lagið er hljóðblandað af Inga Þórissyni en hljóðjafnað af Anette Kriisa. Tracy Crimson sér um allan hljóðfæraleik nema að berja húðir, Gottskálk Daði Bernhöft Reynisson úr sveitinni Alchemia sá um það. Seinustu mánuði hefur live band smátt og smátt verið að fæðast í kringum tónlistina og er von á InZeros á sviði á næstu misserum.

https://smarturl.it/InZerosOnSpotify

Skrifaðu ummæli