SÆKADELÍU HLJÓMSVEITIN PAR-ÐAR SENDA FRÁ SÉR LAGIÐ „I DONT KNOW WHO I AM“

0

parðar
Hljómsveitin Par-Ðar spilar sækadelíu á einstakan hátt. Áhrifavaldar hljómsveitarinnar eru umhverfið, fegurðin, ljótleikin og lífið. Það er virkilega skemmtilegt groove hjá strákunum og þeir hafa greinilega gaman af því sem þeir eru að gera en það smitar svo sannarlega út frá sér.
Par-Ðar voru að senda frá sér nýtt lag og myndband sem nefnist „I Dont Know Who I Am“ og er að sjálfsögðu í sækadelíu stíl.

parðar 2
Hljómsveitina skipa: Arnar Ingólfsson – Bassi, Kristjón Freyr Hjaltested – Gítar, Viktor Atli Gunnarsson – Gítar, Eyþór Eyjólfsson – Trommur, Sævar Helgi Jóhannesson – Synth/Harmonium.

Comments are closed.