SÆKADELÍSKT MYNDBAND OG PLATA Á LEIÐINNI

0

Hljómsveitin Mammút var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Breathe Into Me.” Lagið er tekið af væntanlegri plötu sveitarinnar Kinder Versions sem kemur út 14. Júlí næstkomandi en það er breska plötuútgáfan Bella Union sem gefur plötuna út.

Sveitin er á blússandi siglingu um þessar mundir en hún er nýkomin heim af tónleikaferð um England þar sem hún fékk fægast sagt stórkostlegar viðtökur! Margir bíða spenntir eftir Kinder Versions enda er áður nefnt lag hreint út sagt tryllt!

www.mammut.is

Skrifaðu ummæli