SÆKADELÍSK EYÐIMERKURGANGA OG DÁLEIÐANDI TAKTAR

0

HYOWLP er nýtt íslenskt tónlistartvíeyki úr Reykjavík. Tvíeykið samanstendur af söngvaranum Daníel Hjálmtýssyni og plötusnúðanum og pródúsentinum, Hjalta Steini Sigurðarsyni.

Fyrsta prufan sem HYOWLP sendir frá sér kallast „Afterglow.” Lagið er sækadelísk eyðimerkurganga sem gefur gaum af því sem koma skal frá herbúðum HYOWLP þ.e. dáleiðandi taktar og lagasmíðar við grípandi laglínur, hárbeitta texta og eitursvala rödd Daníels.

Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan og fylgjast með á Facebook en vænta má að sveitin geri töluvert vart við sig á næstunni.

Skrifaðu ummæli