RYTHMATIK OG MAJOR PINK Á BAR 11 ÞANN 19. FEBRÚAR

0
Rythmatik

Rythmatik

Hljómsvetitirnar Rythmatik og Major Pink halda tónleika á Bar 11 þann 19. febrúar kl. 22.00 en þar leiða saman hesta sína tvær ungar hljómsveitir með gamla og þroskaða sál.

Rythmatik er Indírokk hljómsveit skipuð af fjórum strákum frá Suðureyri og Akureyri. Rokktónlist þeirra einkennist af skemtilegum gítarriffum og áhrifum frá breskum gítarböndum frá níunda áratuginum. Nýlega vann Rythmatik Músíktilraunirnar, og þá var hamrað járnið á meðan það var heitt þar sem að þeir voru duglegir að spila á hinum ýmsu tónleikum í kjölfar sigursinns. Hljómsveitin hefur haft nóg að gera eftir sigurinn og hefur spilað á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, svo sem Iceland Airwaves, All Tomorrows Parties, Breminale Festival og á Degi Tónlistarinnar í Aix-en-Provence Frakklandi.

Eftir sigurinn í Músíktilraunum gaf Rythmatik út 6 laga EP plötu sem ber nafnið Epilepsy. Plötuna er hægt að nálgast á Bandcamp og Spotify og hefur hún fallið vel í kramið hjá Íslendingum, þar sem að tvö lög af plötunni hafa fengið væna spilun á X-inu ,Bylgjunni og Rás 2. Platan ásamt líflegum og skemmtilegum tónleikum hljómsveitarinnar hefur skapað talsvert hæp fyrir bandinu í Íslensku tónlistarsenunni og búast má við miklu í framtíð Rythmatik.

Major Pink er Indirokk/electro hljómsveit stofnuð árið 2012 af Gunnari Inga og Daníeli Guðnasyni og inniheldur einnig Stefán Þormar Viggóson, Snorra Arnarsson og Georg Inga Kulp. Hljómsveitin fjallar um persónuna Major Pink og hans ævintýri og lífsbaráttu.

Major Pink

Major Pink

Hljómsveitin hefur sent frá sér 3 lög, fyrst lagið „Hope“ sem sat lengi á vinsældarlista Rásar 2 og fékk mikla spilun á Xinu, lagið „It´s Gonna Be Alright“ fór einnig á vinsældarlista Rásar 2 og í spilun á Xinu. Nú nýlega sendi sveitin svo frá sér sitt þriðja lag í útvarp, „One by One.“ 5 laga EP plata er væntanleg frá sveitinni í Apríl og sér Barði Jóhannsson um upptökur á henni.

Comments are closed.