RYTHMATIK FRUMSÝNIR MYNDBAND Á LOFT Í KVÖLD 20. MAÍ

0
rythmatik 2

Hljómsveitin vann Músíktilraunir árið 2015 og eyddi sumrinu það árið í að spila á tónleikum og hátíðum bæði heima og erlendis.

Hljómsveitin Rythmatik, sigursveit Músíktilrauna 2015 frumsýnir nýtt lag og tónlistarmyndband föstudaginn 20. maí kl. 20.00 á Loft Hostel. Lagið nefnist „Sugar Rush“ og var tekið upp í Orgelsmiðjunni af Þórarni Guðnasyni, einnig þekktur sem Tóti í Agent Fresco, en hann sá líka um pródúseringu á laginu. Myndbandinu var leikstýrt af Ágústi Elí Ásgeirssyni, en hann hefur áður unnið að myndböndum líkt og „Enginn mórall“ með Aron Can og „Gleymérei“ með Milkhouse.

rythmatik (1)

Rythmatik lofar miklu stuði á frumsýningunni, en auk þess að frumsýna nýtt lag og myndband þá mun hljómsveitin einnig spila nokkur lög og bjóða upp á ískaldan bjór frá Kalda, á meðan birgðir endast.

Rythmatik er fjögurra manna indie-rokkhljómsveit sem skipuð er meðlimum frá Suðureyri og Akureyri. Hljómsveitin spilar rokk með áherslu á skemmtileg gítarriff og tekur mikil áhrif frá stefnum og straumum Bretlands á níunda áratugnum og þeim hljómsveitum sem voru ríkjandi á þeim tíma. Hljómsveitin vann Músíktilraunir árið 2015 og eyddi sumrinu það árið í að spila á tónleikum og hátíðum bæði heima og erlendis. Um haustið kom svo út fyrsta EP plata sveitarinnar, Epilepsy sem inniheldur lagið „Sleepyhead“ sem fram að þessu hefur verið vinsælasta lag sveitarinnar. Nýjasta lag sveitarinnar, „Sugar Rush,“ er það fyrsta af væntanlegri breiðskífu sem hljómsveitin er að vinna í þessa dagana.

Hér fyrir neðan má sjá sveitina á úrslitakvöldi Músíktilrauna.

Comments are closed.