RVKDTR GERÐU ALLT BRJÁLAÐ Á HRÓARSKELDU OG BOÐA TIL HLUSTUNARPARTÝ Í KVÖLD

0

dætur

Reykjavíkurdætur eru á miklu flugi um þessar mundir en sveitin var að koma úr tónleikaferðalagi og gerðu þær meðal annars allt brjálað á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu. Nokkur þúsund manns fylgdust með dætrunum og ætlaði allt um koll að keyra! Sveitin hefur fengið fjölmörg tilboð um áframhaldandi spilamennski víðsvegar um heiminn og eru spennandi tímar framundan.

rvkdtr á hróarskeldu

RVKDTR á Hróarskeldu

Í dag 8. Júlí verður Hlustunarpartý fyrstu plötu Reykjavíkurdætra og verður það haldið á hinum margrómaða skemmtistað Prikinu. Herlegheitin byrja kl 21:00 og auðvitað má búast við miklu fjöri!

Comments are closed.