RVK SOUNDSYSTEM SENDIR FRÁ SÉR SJÖ TOMMU VÍNYL PLÖTU

0

rvk 3

RVK Soundsystem er hópur sex plötusnúða og tónlistarmanna, en hópurinn hefur haldið mánaðarleg kvöld þar sem spiluð er reggae, roots, dancehall og dub tónlist. Í RVK Soundsystem er einvalalið en þeir eru: DJ Elvar, Gnúsi Yones (Amaba Dama), DJ Kári (Formaðurinn), Kalli Youze, Arnljótur og Teitur (Ojba Rasta).

rvk 2

rvk

Sumarið 2014 byrjaði RVK Soundsystem með fyrsta vikulega útvarpsþáttinn á Íslandi sem sérhæfir sig í reggae tónlist. Þátturinn er á dagskrá á FM Xtra öll sunnudagskvöld kl. 21:00

Kapparnir voru að senda frá sér sjö tommu vínyl plötu og á henni eru tvö lög annarsvegar Formaðurinn og hinsvegar dub útgáfa af Formanninum, sem er einfaldlega kölluð Version.

rvk 4

rvk 6

Lag, texti og flutningur er eftir RVK Soundsystem meðlimina Gnúsa Yones, Teit Magnússon og Arnljót Sigurðsson. Gnúsi Yones sér um hljóðblöndun og mix en hann sér einnig um Dub útgáfu lagsins. Lagið er tekið upp í History Sounds sem er stúdíó í eigu Gnúsa Yones.

rvk 5

Lagið var upphaflega samið af þremenningunum sem afmælisgjöf handa Dj Kára, sem lagið fjallar um en hann er einnig þekktur undir nafninu Formaðurinn. Strákarnir hlutu mikið lof fyrir lagið enda vanir menn þarna á ferð. Þetta er virkilega flott lag og fólk þarf alls ekki að þekkja Formanninn persónulega til að njóta lagsins.

Linkar:

https://www.facebook.com/rvksoundsystem

https://www.mixcloud.com/rvksoundsystem

https://www.mixcloud.com/rvksoundsystemradio

https://www.youtube.com/user/rvksound

Comments are closed.