RVK DNB BOLIR ERU KOMNIR Í UMFERÐ OG KRÚIÐ KEMUR FRAM Á AIRWAVES Í KVÖLD

0

rvk dnb 3

RVK DNB er hópur plötusnúða sem eiga það allir sameiginlegt að elska Drum ´N Bass tónlist. Agzilla, Plasmic, Dj Andre og Dj Elvar hafa haldið regluleg kvöld frá árinu 2013 en þeirra tíunda kvöld fer fram á skemmtistaðnum Húrra í kvöld og er hluti af Iceland Airwaves. Kapparnir byrja stundvíslega kl 22:00 til 00:00 en þá tekur tónlistarmaðurinn Amit við og spilar til kl 01:00.

rvk dnb 1
RVK DNB krúið voru rétt í þessu að senda frá sér boli og óhætt er að segja að útlitið er vægast sagt vel heppnað. Það er enginn annar en Drum´N Bass gúrúinn Siggeir Magnús Hafsteinsson eða Sig Vicious sem hannar bolina en hann er einn fremsti hönnuður okkar Íslendinga þótt víðar væri leitað!

rvk 9

rvk 8

rvk 7

rvk 6

rvk 5

rvk 4

rvk 3

rvk 2

Agzilla, Plasmic, Dj Andre og Dj Elvar eru löngu orðnir að goðsögn í Íslensku Drum´N Bass senunni og ætti því enginn að láta þetta framhjá sér fara.
Nælið ykkur í bol, skellið ykkur á Húrra í kvöld og dansið frá ykkur allt vit!

Emix#031: RVK DNB Vol. 5 by Elvar (Rvk Soundsystem) on Mixcloud

Comments are closed.