RÚSSLAND, PUTIN OG ÞRIÐJA HEIMSTYRJÖLDIN

0

casio-1

Hljómsveitin Casio Fatso var að gefa út myndband við lagið „Putin.“ Sveitin tók upp myndbandið á æfingu og er það gert í aðdraganda Airwaves og er ætlað til að kynda upp í fólki.

casio-2

Lagið umrædda er um Rússland og hvernig Putin er í þessum töluðu orðum að reyna að taka yfir heiminn. Sagt er að þriðja heimstyrjöldin er á næsta leiti enda hefur Putin kallað allt sitt lið heim frá öðrum löndum og hefur staðsett sínar bombur eins nálægt landamærum Póllands og hægt er.

„Undanfarið höfum við eitt öllum okkar stundum í Casioland þar sem við erum að taka upp nýja plötu! Lítið hefur verið um spilamennsku en við munum sprikla aðeins á Airwaves“  Sigursteinn Ingvar Rúnarsson.

Casio Fatso koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár en að sögn meðlima sveitarinnar verða þeir ansi rólegir. Sveitin kemur fram laugardaginn 5.nóvember í Cintamani glugganum kl 17:00 og um kvöldið á Dillon kl 20:15.

www.casiofatso.com

Comments are closed.