RÚNAR ÞÓRISSON SENDIR FRÁ SÉR BREIÐSKÍFUNA „ÓLUNDARDÝR“

0

runar 2

Rúnar Þórisson gefur nú út sinn fjórða sólódisk sem ber heitið „Ólundardýr.“ Að baki gerð disksins lá ákveðin hugmynd og hvati. þ.e. að gefa út eitt lag á mánuði á veraldarvefnum frá janúar til nóvember 2015 og að afraksturinn er allur gefinn út. Útgáfudagur var 7. nóvember en þann dag hefði faðir Rúnars, Þórir Sæmundsson orðið áttræður og er diskurinn helgaður minningu hans. Þannig liggur hugsunin um uppruna, arfleifð og þakklæti fyrir lífsgjöf að baki ferlinu.

runar

Með Rúnari spila m.a. Arnar Þór Gíslason á trommur, Birkir Rafn Gíslason á gítar, Guðni Finnsson á bassa, Lára Rúnarsdóttir og Margrét Rúnarsdóttir radda og syngja. Lög og textar eru eftir Rúnar Þórisson auk þess sem er að finna eitt lag eftir föður hans við ljóð eftir Davíð Stefánsson. Útgefandi er Rúnar en KONGÓ sér um dreifingu og Red River Records. Synthadelia Records sér um rafræna dreifingu á netinu.

Comments are closed.