RÚLLAR UM BORGINA OG HUGSAR ÚT FYRIR KASSANN

0

david1

Hjólabrettakappinn og tónlistarmaðurinn Davíð Hólm Júlíusson var að droppa glænýju hjólabrettamyndbandi og er það vægast sagt tryllt! Davíð er einn helsti skeitari Íslands en hann er með virkilega flottan stíl og óhætt er að segja að kappinn hugsi út fyrir kassann!

david-2

Daveeth er tónlistarnafn Davíðs en hann fæst við raftónlist en hann sendi frá sér plötuna Mono Lisa á seinasta ári og fékk hún frábærar viðtökur! Það er aldrei lognmola í kringum drenginn hvort sem það er í tónlist, á hjólabretti eða eitthvað annað!

Myndbandið er tekið upp að mestu leyti í Reykjavík 2015-2016 og í Kaupmannahöfn 2012 og 2016.

Yljum okkur um hjartarætur, skellum á play og hugsum út fyrir kassann!

Skrifaðu ummæli