RÓSI ER HRÓKUR ALLS FAGNAÐAR

0

Ljósmynd: Þorsteinn Sigurðson.

Hjólabrettakappinn Siggi Rósant eða Rósi eins og hann er oftast kallaður var að senda frá sér glæsilegt myndband! Myndbandið er samansafn af klippum frá árinu 2012 til dagsins í dag. Rósi er fremstur á meðal jafningja og það líður ekki sá dagur sem hann rennir sér ekki á bretti.

rosi-2

Á dögunum fór Rósi til danmerkur gagngert til að renna sér en hann fór á kostum eins og honum einum er lagið og slóg hann rækilega í gegn! Hann renndi sér mikið með strákunum hjá danska hjólabrettafyrirtækinu Alis og var hann hrókur alls fagnaðar. Wonderland er heimavöllur Alis en þar er iðulega margt um manninn og mikil stemming! Þar nelgdi Rósi hvert trikkið á fætur öðru og brutust út mikil fagnaðarlæti, Alls ekki slæmt.

Rósi er um þessar mundir að vinna að glænýju myndbandi og bíðum við spennt eftir því!

Comments are closed.