RÓMANTÍSKUR OG ÓHEFÐBUNDINN JAZZ Á ÍSLENSKU

0

shot-1101

Söngkonan Stína Ágústsdóttir fagnar útgáfu sinnar þriðju plötu, Jazz á íslensku, en platan samanstendur af sígildum jazzlögum á íslensku. Stína hefur samið textana sjálf og fengið hjálp við yfirlestur frá einu ástsælasta skáldi þjóðarinnar, Þórarni Eldjárn. Með Stínu á plötunni leikur einvalalið tónlistarmanna, þau Sigurður Flosason saxófónleikari, Anna Gréta Sigurðardóttir píanóleikari, Einar Scheving trommari og Þorgrímur Jónsson bassaleikari.

Stína hefur komið víða við en hún hefur starfað sem söngkona í Reykjavík, Montreal og Stokkhólmi og meðal annars komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur við frábærar undirtektir.

15156792_10157740567565394_4081768275175432940_o-1

Hugmyndin að plötunni kviknaði í kjölfar tónleikaraðar sem Stína hélt ásamt Önnu Grétu Sigurðardóttur píanóleikara o.fl þar sem sænska söngkonan Monica Zetterlund var heiðruð. Stína hafði í gamni sínu snúið einhverjum texta á dagskránni yfir á íslensku sem sló algjörlega í gegn á tónleikunum.  Það lá því beint við að halda áfram með það verkefni og útkoman er þessi plata, Jazz á íslensku.

Textarnir eru hnyttnir, rómantískir og etv. óhefðbundnir á tíðum en tónlistin er vel áheyrilegur og klassískur jazz.

Útgáfutónleikar verða haldnir í Kaldalóni í Hörpu n.k sunnudag, þann 11. desember kl 20:00. Með Stínu á tónleikunum verða Sigurður Flosason, Anna Gréta, Einar Scheving og Toggi Jóns. Miðaverð er 3.000 kr.

Viðburðinn á facebook má finna hér.

https://www.instagram.com/stina_agustsdottir/

 

 

 

Skrifaðu ummæli