Rokkuðu feitt á árunum 1987-1989 – Lost reist úr dáinu

0

Strákarnir í hinni goðsagnakenndu hljómsveit LOST frá Akureyri eru nú sveittir í hljóðveri að taka upp fjórtán lög á væntanlega breiðskífu sem mun bera nafnið Fastir í fegurðinni.

LOST er gömul sveit en þó ný. LOST rokkaði feitt á árunum 1987-1989 og gaf í lokin út kassettuna LOST, sem kom síðan út á geisladiski árið 2017. Að því tilefni var ákveðið að reisa LOST úr dáinu. Þrír upprunalegu meðlimirnir voru enn á Akureyri þeir Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson bassaleikari og söngvararnir Jóhann Ásmundsson og Kristján Pétur Sigurðsson. Til að þétta raðirnar komu til bjargar gítarleikararnir Pétur Steinar Hallgrímsson og Sumarliði Helgason, og trommuleikarinn Haukur Pálmason.

Þeir LOST liðar hafa verið iðnir við tónleikahald og hafa spilað á tónleikum með Tappa Tíkarrassi, Dr. Gunna, Fræbblunum, Taugadeildinni, Helga og Hljóðfæraleikurunum og Bara flokknum.  En þeir spila ekki bara gömlu login. Ný lög, heitari en lummur, hafa runnið út úr æfingarhúsnæðinu, og nú eru semsagt strákarnir að taka þessi nýju lög upp og stefna á útgáfu á geisladiski.

Einnig er fyrirhugað er að efna til útgáfutóneika á Græna Hattinum Akureyri fimmtudaginn 31. maí þar sem gestir munu fá að njóta nýju laganna í bland við nokkur eldri.

Hægt að að hjálpa strákunum með því að kaupa af þeim geisladiska, boli eða miða á útgáfutónleikana á Karolinafund.

Skrifaðu ummæli