Rokkslagari sem varð að kórlagi

0

Hallgrímur Óskarsson var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið „Við sigrum hæstu fjöll.“ Hallgrímur er einn af reynslumeiri lagahöfundum þjóðarinnar! Hallgrímur hefur samið lög og oft einnig texta fyrir flytjendur á borð við Jóhönnu Guðrúnu, Ingó, Magna, Friðrik Ómar, Birgittu Haukdal, Jogvan, Klöru úr Nylon, Svavar Knút, Pál Óskar, Stefán Hilmarsson og fleiri. Einnig hafa erlendir flytjendur í Skandinavíu og Þýskalandi flutt lög eftir Hallgrím. Hallgrímur hefur einnig verið farsæll í þátttöku sinni í Eurovision keppninni en hann hefur sigrað íslensku Eurovision keppnina og nokkrum sinnum átt lög sem endað hafa í 2. sæti keppninnar.

„Við sigrum hæstu fjöll“ er af allt öðrum toga en önnur lög Hallgríms því um er að ræða rammíslenskt kórlag. Sú skemmtilega saga á bak við það er að Hallgrímur útsetti lagið fyrst sem rokklag og tók það upp með þekktum rokksöngvara, en lagið kallaði alltaf á að fá að enda sem kórlag og um leið og hann prófaði að láta vana kórsöngvara syngja það þá var ekki aftur snúið, lagið átti greinilega alltaf að vera kórlag.

Nú er lagið komið heim í sína kórútsetningu en þetta er fyrsta kórlag Hallgríms. Hlustendur heyra samt þegar hlustað er á lagið að rokkblærinn sem lagið var fyrst sett í lifir ennþá ögn í laginu og í raddsetningunum því lagið er kraftmikið.

Skrifaðu ummæli